Ég segi líka: Hvað dettur þeim í hug næst

Sjaldan hef ég heyrt aðra eins vitleysu.  Þó svo að Fischer hafi verið einn mesti skáksnillingur sem upp hefur verið, þá er ég nokkurn veginn viss um að honum hefði aldrei langað að búa hér ef allt hefði verið með feldu.

Íslendingar mega vera stoltir af því að hafa boðið Bobby Fischer að gerast íslendingur og það má líka þakka Davíð Oddssyni að það skyldi gerast, þegar allt var komið í hnút á sínum tíma.  Það var mikil mannúð að hjálpa blessuðum fársjúkum manninum að losna úr fangelsinu í Japan.   Ég var alla veganna stoltur af því. 

Ég man að þegar Bobby var að koma til landsins þá spurði ég sjálfan mig; En hvað með alla hina sem eru í svipaðri stöðu? Á bara að hjálpa þeim sem eru frægir og láta hina eiga sig.  

En hvað um það.

Það á að jarða manninn með látlausri en virðulegri athöfn og leyfa manninum að verða að ósk sinni að hafa þetta einfalt.  Þannig var Bobby Fischer.  

Verum stolt að því að bjóða landflótta fólki ný tækifæri hér á landi eins og t.d. Bobby og látum þar við sitja. 


mbl.is Ekki rætt um að fleiri verði jarðsettir á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu eigum við að taka vel á móti landflóttafólki. Mér finnst samt stuðningsmenn Fischers ganga fullt langt....halló, Þingvellir er ekki allt í lagi menn menn? Fischer var skáksnillingur en hann á ekki rétt á að verða jarðsettur á Þingvöllum fyrir því. Það er mín skoðun og ég ætla rétt að vona að menn fari ekki að missa sig yfir þessi og leyfi manninum að hvíla í friði.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 15:00

2 identicon

Til hamingju með daginn elsku frændi!!

 kv. frá France,

Magga

Magga Soffía (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 14:27

3 identicon

Er afmælisdagur í dag?   Til hamingju með daginn!!!  þekki fullt af góðu fólki og gæðavatnsberum sem eiga afmæli í dag,  kemur ekki á óvart að þú sért einn af þeim

Anna Beee (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Takk  takk,   Magga og Anna   

Marinó Már Marinósson, 22.1.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband