67 ár frá Petsamoför afa með Esju

Í dag eru 67 ár liðin frá því að strandferðaskipið Esja fór til Petsamo í Norður-Finnlandi til að sækja 258 Íslendina sem höfðu orðið fastir í Danmörku i upphafi seinni heimstyrjaldarinnar. Í dag er Petsamo rússnesk borg. Ég held að þetta sé eina borgin í Finnlandi sem bandamenn gerðu loftárás í stríðinu.

Ástæðan fyrir því að ég er skrifa um þessa ferð Esju er sú að afi minn, Einar Guðmundsson frá Skáleyjum f. 29.2.1888 d. 24.1.1975, var í áhöfn hennar á þessum árum.  

Þetta þótti hin mesta glæfraför á þeim tíma þó svo að bæði bresk og þýsk hernaðaryfirvöld hefðu gefið henni fararleyfi.   Ferðin hófst í Reykjavík  föstudaginn 20. september 1940 og lauk með heimkomu þriðjudaginn 15. október 1940.  

Mikið gekk á á leiðinni heim.  Esjan var hertekin af þýskum herflugvélum sem skipuðu áhöfn til að sigla skipinu til Þrándheims í Noregi.  Þar þurfti skipið að vera í fjóra daga áður en það fékk að halda áfram.  Þegar Esjan var lögð  aftur af stað þá hertóku Bretar skipið og skipuðu áhöfninni að sigla því niður til Skotlands. Þeir hafa trúlega haldið að um borð væru þýskir njósnarar eftir að skipið hafði verið hertekið af Þjóðuverjum  En að lokum eftir að hafa legið í höfn í Skotlandi fékk það heimild til að halda áfram og kom til Reykjavíkur 15. október 1940 við mikinn fögnuð ættingja og í raun allra Íslendinga sem höfðu fylgst með ferðinni milli vonar og ótta.  Ferðin tók alls 25 daga.  

Þegar ég var lítill þá þótti mér alltaf mjög gaman að fara til afa og ömmu niður í Ásbyrgi og fá að skoða heiðurspeninginn sem afi fékk frá ríkisstjórninni fyrir þessa ferð. 

Það þótti í raun stórmerkilegt að Íslendingum skildi takast að semja við báða stríðsaðila um að leyfa íslendingum á erlendri grundu að fara heim á þessum tíma.    

Velta má fyrir sér nokkrum atriðum:

Af hverju varð að byrja heimferðina í Norður-Finnlandi en ekki t.d. í Stokkhólmi?

Svo er gaman að velta því fyrir sér afhverju skipið var hertekið af báðum aðilum. 

Er hugsanlegt að Bretar hafi ætlað sér að láta Þjóðverja sökkva skipinu þegar það sigldi meðfram ströndum Noregs og ætlað sér að notfæra sér það í áróðursskyni?

Kannski má líka segja að á sama tíma hafi Þjóðverjar ekki þorað að ráðast á það af sömu sökum?

Af hverju var Esja látin liggja í höfn í Skotlandi án þess að nokkur væri yfirheyrður?

Ég las einhversstaðar að það hafi verið einkennilegur svipur á hernámsaðilum í Reykjavík morguninn þegar Esja birtist skyndilega í Reykjavík.

Hún fékk ekki að leggjast strax að bryggju þar sem yfirheyra átti alla farþega áður en þeir fengju að fara í land og það var ekki fyrr en að ríkisstjórnin skarst í leikinn að Esju var hleypt að bryggju. 

Upplýsingar sóttar hér og þar og frásagnir að austan og vangaveltur mínar.

 

   Mynd frá Petsamo 1940

Smá fróðleikur um aðra björgun í Petsamo í ágúst 1940:

American Refugee Ship in Port

After a rough voyage the U.S. refugee ship "American Legion," which left Petsamo, in Finland on August 16, arrived safely in New York harbour on August 28. Among her 900 passengers she carried the Crown Princess of Norway and her three children, and a number of American diplomatists, including' Mrs. Borden Harriman, U.S. Minister to Norway. Germany had done her best to make propaganda out of this rescue mission, denouncing the voyage as "wanton" and as "criminal folly," and predicting certain destruction of the ship. While in the danger zone life belts were worn the whole time except during eating and sleeping, the number of look-outs was doubled, and constant lifeboat drills were held. On the last 500 miles two American destroyers provided an escort in honour of Princess Martha, and to indicate that the exiled Royal family are still recognized as the rulers of Norway.
http://www.war44.com/forum/1940-short-news/261-september-1940-news-reports.html

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

gaman að þessu. merkilegt og í raun margar merkilegar ferðir sem lagt var í á þessum tíma. ekki skrýtið að þér hafi þótt þetta spennandi sem snáða. annars sá ég að afi þinn var fæddur 29. febrúar. það er í raun enn ein snilldin....

arnar valgeirsson, 16.10.2007 kl. 18:28

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já segðu  

Marinó Már Marinósson, 16.10.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband