Kaupa aðra ferju til viðbótar

Ég hef bloggað um þetta áður.  Mín skoðun er sú að það eigi að bæta við annarri ferju og fjölga ferðum til muna.  Það á alls ekki að telja hversu margar noti ferjuna.  Það á að bjóða tíðar ferðir, sigla eftir áætlun en ekki eftir eftirspurn.  Þetta er hvort eð er ekki arðbært en það á að vera sjálfsagt og eðlilegt mál að bjóða góða þjónustu á þessari leið. 

Það er alltaf hægt að selja ferju ef menn komast að niðurstöðu um að bora göng  til Eyja.


mbl.is Athugasemd frá Vegagerðinni vegna fréttar í Morgunblaðinu 21. júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Annars er ég að verða hrifnari af gangahugmyndinni. held að þegar allt komi til alls þá sé hún ekki svo vitlaus

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Má vera rétt enda hef ég svo sem ekkert á móti jarðgöngum.  Það þarf ekki gera ráð fyrir upphitun í göngunum.  Held bara að ferja leysi vandann strax. 

Marinó Már Marinósson, 23.7.2007 kl. 23:41

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég held að göng til Eyja séu vart réttlætanleg, vegna kostnaðar og áhættu.

Ef styðsta leið yrði farin, erum við að tala um 18-20 km sem þýðir að göngin myndu aldrei kosta minna en 20 miljarða miðað við bestu aðstæður.

Og hvernig lýst mönnum á að keyra á sínum einkabíl í gegnum virka eldstöð???

Eiður Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband